fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Sögur á kreiki um að Óskar geti fengið skipstjóralaun í Grindavík

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 31. október 2022 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Örn Hauksson leikmaður Stjörnunnar gæti verið á leið frá félaginu ef marka má orðróm og leigubílasögur í knattspyrnuheiminum.

Þannig hefur Óskar verið orðaður við endurkomu heim til Njarðvíkur en sparkspekingurinn, Kristján Óli Sigurðsson segir fleiri lið í baráttunni. Þetta kom fram í Þungavigtinni í dag.

Óskar Örn er einn besti leikmaður í sögu fótboltans hér á landi en hann kom til Stjörnunnar frá KR fyrir ári síðan.

„Óskar er með samning en samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá er mikið talað um Njarðvík. Hans gömlu vinnuveitendur í Grindavík eru klárir með búntið, setja hann á skipstjóralaun,“ sagði Kristján Óli.

Hann segist hafa heimildir fyrir því að Grindavík vilji fá Óskar. Hann lék með Grindavík frá 2004 til 2006 en bæði Grindavík og Njarðvík verða í Lengjudeildinni á næsta ári.

„Óskar Örn í B-deild, guð blessi varnarmenn þar. Hann er súper fit og hugsar hrikalega vel um sig,“ sagði Kristján en Óskar er 38 ára gamall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal fær óvæntar 350 milljónir í kassann

Arsenal fær óvæntar 350 milljónir í kassann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu