fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
433Sport

Davíð Smári þurfti að eiga erfitt samtal eftir að boðið kom á borðið

433
Laugardaginn 22. október 2022 07:00

Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Smári Lamude nýr þjálfari Vestra í Lengjudeild karla var gestur í íþróttavikunni hjá Benna  á Hringbraut á föstudagskvöld.

Davíð hefur síðustu ár unnið magnað starf hjá Kórdrengjum og komið liðinu upp úr neðstu deild upp í næst efstu deild. Eftir gott starf þar ákvað hann að taka skrefið til Vestra á Ísafirði.

„Þetta eru tíðindi, ég var nú búin að ræða þetta við mína nánustu að líklega yrði þetta mitt síðasta tímabil með Kórdrengi,“ sagði Davíð í þættinum.

Davíð hafði átt þátt í því að stofna Kórdrengi þegar liðið kom inn í fjórðu og neðstu deild hér á landi. Liðið var í tvö ár í þeirri deild en fór svo upp um þrjár deildir á þremur árum.

„Mínir nánustu hafa mögulega lekið því út því Sammi (Samúel Samúelsson, formaður knattspyrnuráðs hjá Vestra) var byrjaður að hlera mig aðeins. Ég var pínu óviss, það var eitt annað félag sem hleraði mig. Svo nelgdi Sammi inn tilboði og þá fóru hlutirnir af stað. Ég ræddi við stjórn Kórdrengja og átti erfitt spjall við þá.“

Davíð og fjölskylda hans munu á nýju ári flytja á Ísafjörð þar sem mikil vinna hefst við að smíða saman leikmannahóp Vestra

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu.  Ég verð fyrir vestan fyrir jól en verð ekki með fasta búsetu fyrr en í janúar.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lúxemborg og Albaníu andstæðingar Íslands

Lúxemborg og Albaníu andstæðingar Íslands
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Endrick endar í spænsku höfuðborginni

Endrick endar í spænsku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag tjáir sig í fyrsta sinn um Ronaldo eftir að samningi hans var rift

Ten Hag tjáir sig í fyrsta sinn um Ronaldo eftir að samningi hans var rift
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán kveðst hafa lausnina eftir hörmungar gærdagsins

Stefán kveðst hafa lausnina eftir hörmungar gærdagsins
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Parísarmenn gætu nagað sig í handarbökin eftir gærkvöldið

Parísarmenn gætu nagað sig í handarbökin eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Ítrekar að Liverpool sé í sterkri stöðu – Fyrsti kostur fjölskyldu hans

Ítrekar að Liverpool sé í sterkri stöðu – Fyrsti kostur fjölskyldu hans