fbpx
Föstudagur 03.febrúar 2023
433Sport

Eiginkona Guðmundar ósátt með Arnar Þór eftir valið – „Mesta bull lífs míns“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. október 2022 15:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thelma Björk Theodórsdóttir er harðorð í garð vals á landsliðshópi karla fyrir komandi verkefni í nóvember.

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari valdi í dag 23 manna landsliðshóp og fimm leikmenn til vara fyrir verkefni í næsta mánuði.

Um mjög breyttan hóp frá síðustu verkefnum var að ræða. Tíu leikmenn eru valdir í fyrsta sinn og fjórtán alls koma úr Bestu deildinni hér heima.

Það var þó ekkert pláss fyrir Guðmund Magnússon, leikmann Fram, en hann er eiginmaður Thelmu. Guðmundur er næst markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar í ár með sextán mörk í 24 leikjum það sem af er.

„Hvernig er hægt að líta framhjá næst markahæsta leikmanni efstudeildar í þessu vali? Ætli þeir sem að velji liðið hafi einu sinni hugsað um það að velja leikmann úr FRAM!? Umræðan þarf líka að rífa sig í gang. Veit að ég er ekki hlutlaus, en þetta er Mesta bull lífs míns,“ skrifar Thelma, sem er fyrrum leikmaður Fram, á Facebook-síðu sína.

Hér að neðan má sjá landsliðshópinn

Frederik August Albrecht Schram (M) – Valur – 5 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson (M) – IF Elfsborg – 2 leikir
Sindri Kristinn Ólafsson (M) – Keflavík
Viktor Örn Margeirsson – Breiðablik
Róbert Orri Þorkelsson – CF Montreal
Damir Muminovic – Breiðablik – 2 leikir
Guðlaugur Victor Pálsson – D.C. United – 31 leikur, 1 mark
Rúnar Þór Sigurgeirsson – Keflavík – 1 leikur
Logi Tómasson – Víkingur R.
Hörður Ingi Gunnarsson – Sogndal IL – 1 leikur
Höskuldur Gunnlaugsson – Breiðablik – 5 leikir
Ísak Snær Þorvaldsson – Breiðablik
Dagur Dan Þórhallsson – Breiðablik
Viktor Karl Einarsson – Breiðablik – 2 leikir
Daníel Hafsteinsson – KA
Viktor Örlygur Andrason – Víkingur R. – 2 leikir
Aron Einar Gunnarsson – Al Arabi – 99 leikir, 2 mörk
Bjarki Steinn Bjarkason – Venezia FC
Valdimar Þór Ingimundarson – Sogndal IL – 1 leikur
Jónatan Ingi Jónsson – Sogndal IL
Jason Daði Svanþórsson – Breiðablik – 1 leikur
Danijel Dejan Djuric – Víkingur R.
Óttar Magnús Karlsson – Oakland Roots – 9 leikir, 2 mörk

Leikmenn til vara

Ólafur Kristófer Helgason (M) – Fylkir
Ívar Örn Árnason – KA
Þorri Már Þórisson – KA
Ari Sigurpálsson – Víkingur R.
Adam Ægir Pálsson – Víkingur R.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ætla sér að sigra Liverpool í baráttunni um Bellingham – Eitt gæti gert útslagið

Ætla sér að sigra Liverpool í baráttunni um Bellingham – Eitt gæti gert útslagið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Missti næstum sex kíló á tveimur klukkutímum – Sjáðu viðbrögð hans við niðurstöðunni

Missti næstum sex kíló á tveimur klukkutímum – Sjáðu viðbrögð hans við niðurstöðunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kristján Óli gaf Rikka G athyglisvert loforð – „Það er ekki séns í helvíti“

Kristján Óli gaf Rikka G athyglisvert loforð – „Það er ekki séns í helvíti“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nýja myndin af Kim Kardashian hefur sett allt á hliðina – Mögnuð staðreynd um myndina

Nýja myndin af Kim Kardashian hefur sett allt á hliðina – Mögnuð staðreynd um myndina
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Sást í fyrsta sinn frá brottrekstrinum

Sjáðu myndirnar: Sást í fyrsta sinn frá brottrekstrinum
433Sport
Í gær

Emil tók nýjustu stjörnu Arsenal að sér – „Hann átti ekki pening fyrir interneti“

Emil tók nýjustu stjörnu Arsenal að sér – „Hann átti ekki pening fyrir interneti“
433Sport
Í gær

Valur kynnir annan leikmann til leiks – Óliver mættur frá Atalanta

Valur kynnir annan leikmann til leiks – Óliver mættur frá Atalanta
433Sport
Í gær

Lúkas Logi er genginn í raðir Vals

Lúkas Logi er genginn í raðir Vals