fbpx
Laugardagur 26.nóvember 2022
433Sport

Tók risastóra en rétta ákvörðun – ,,Eins og ég væri kominn heim“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. október 2022 20:37

Koulibaly fagnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varnarmaðurinn öflugi Kalidou Koulibaly hefur útskýrt af hverju hann ákvað að velja að spila fyrir senegalska landsliðið frekar en það franska.

Koulibaly hefur lengi verið einn öflugasti varnarmaður Evrópu en hann gerði garðinn frægan með Napoli og gekk svo í raðir Chelsea.

Það var í boði fyrir Koulibaly að leika bæði fyrir Senegal og Frakkland en hann sé alls ekki eftir ákvörðuninni að spila fyrir það fyrrnefnda.

,,Þetta var risa, risastór ákvörðun því ég hefði getað spilað fyrir franska landsliðið, en þegar ég var 23 eða 24 ákvað ég að velja Senegal,“ sagði Koulibaly.

,,Þeir biðu eftir mér. Ég ræddi við landsliðsþjálfarann sem gaf mér mikla hvatningu og góðar ástæður fyrir því að velja Senegal. Ég ræddi líka við fjölskylduna, foreldrar mínir skiptu mestu máli.“

,,Þau sögðu mér að gera það sem ég vildi gera en þegar ég tjáði þeim mína ákvörðun sá ég hversu ánægð þau voru og vissi að ég væri að taka rétta ákvörðun.“

,,Þegar ég kom og hitti aðra leikmenn þá var þetta eins og fjölskyldan mín því við vorum vanir því að borða það sama og tala sama tungamálið heima. Það var eins og ég væri kominn heim.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Markalaust hjá Englendingum og Bandaríkjamönnum

Markalaust hjá Englendingum og Bandaríkjamönnum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skelfilegt HM fyrir þetta félagslið

Skelfilegt HM fyrir þetta félagslið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gakpo og Enner Valencia draga vagninn fyrir sín lið – Jafntefli í Katar

Gakpo og Enner Valencia draga vagninn fyrir sín lið – Jafntefli í Katar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekkert óvænt í byrjunarliði Gareth Southgate – Sjáðu liðin

Ekkert óvænt í byrjunarliði Gareth Southgate – Sjáðu liðin