fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
433Sport

Viðbrögð Messi og eigandans í gær segja allt sem segja þarf um ruglið sem er í gangi

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. október 2022 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylian Mbappe skoraði mark Paris Saint-Germain í jafntefli gegn Benfica í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi.

Mbappe hefur verið í umræðunni síðan í gær en hann vill fara frá PSG. Voru margir hissa þegar tíðindin brutust út í gær. Mbappe skrifaði undir nýjan samning við PSG fyrir nokkrum mánuðum.

Flestir töldu í vor að Mbappe væri að fara frítt frá PSG og væri að ganga í raðir Real Madrid. PSG bauð Mbappe hins vegar samning sem hann gat ekki hafnað.

Mbappe er launahæsti knattspyrnumaður í heimi en hann er óhress með það að þurfa að spila sem fremsti maður. Franskir miðlar segja að PSG hafi lofað Mbappe að keyptur yrði framherji í sumar.

Einnig segir að Mbappe hafi fengið það loforð um að Neymar yrði seldur. Hvorugt gerðist og nú vill Mbappe helst fara frá PSG strax í janúar.

Það er óhætt að segja að Lionel Messi, leikmaður PSG sem var í stúkunni í gær, og forseti félagsins, Nasser Al-Khelaifi, hafi ekki kippt sér mikið upp við mark Mbappe í gær. Þeir fögnuðu ekki.

Ljóst er að staðan er stirð hjá félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Atli Hrafn yfirgefur ÍBV og semur við HK

Atli Hrafn yfirgefur ÍBV og semur við HK
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Allt er þegar þrennt er – Kristinn Freyr aftur heim í Val

Allt er þegar þrennt er – Kristinn Freyr aftur heim í Val
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brynjar Björn rekinn úr starfi sínu í Svíþjóð eftir örfáa mánuði í starfi

Brynjar Björn rekinn úr starfi sínu í Svíþjóð eftir örfáa mánuði í starfi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo sagður hafa neitað að æfa í dag – Fór í ræktina með þeim sem byrjuðu í gær

Ronaldo sagður hafa neitað að æfa í dag – Fór í ræktina með þeim sem byrjuðu í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er magnaða myndin af Ronaldo sem allir eru að ræða – Systir hans tjáir sig

Þetta er magnaða myndin af Ronaldo sem allir eru að ræða – Systir hans tjáir sig
433Sport
Í gær

Skyndibitastaður gerði grín að Ronaldo – Sjáðu færsluna

Skyndibitastaður gerði grín að Ronaldo – Sjáðu færsluna