fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Tómas skaut á FH fyrir framan Davíð – „Það er enginn að vakna núna“

433
Laugardaginn 1. október 2022 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Þór Þórðarson og Davíð Þór Viðarsson settust í settið í Íþróttavikunni með Benna Bó sem sýnd er á föstudögum á Hringbraut. 

Bikarúrslitaleikur dagsins, þar sem Víkingur Reykjavík mætir FH, var að sjálfsögðu til umræðu. Tómas Þór heldur með fyrrnefnda liðinu og Davíð er yfirmaður knattspyrnumála hjá því síðarnefnda.  

Benedikt Bóas hrósaði báðum liðum fyrir umgjörðina í kringum leikinn og virkni á samfélagsmiðlum. 

„Við erum búin að gera þetta í allt sumar. Það er mjög auðvelt að gera hluti þegar vel gengur. Eftir að við urðum Íslands- og bikarmeistarar var ráðinn starfsmaður í þetta, það var enginn að vakna núna,“ segir Tómas og skýtur aðeins á FH. 

Víkingur og FH eru að mætast í úrslitaleik bikarsins í annað sinn á skömmum tíma. Víkingur vann einvígi liðanna 2019. Þá var FH talið sigurstranglegri aðilinn fyrir fram. Nú hefur dæmið snúist við. 

„Í þeim leikjum fórum við inn í leikina sem líklegri aðilinn til að vinna. Það verður gaman að sjá núna, þegar við förum inn sem ólíklegri aðilinn, hvernig við höndlum það,“ segir Davíð og minnist þarna einnig á úrslitaleik FH og ÍBV árið 2017, sem Eyjamenn unnu. 

Víkingur er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari. Tómasi finnst það hálf óraunverulegt.  

„Þegar ég byrja að æfa knattspyrnu hjá Víkingi er liðið ríkjandi Íslandsmeistari, svo gerðist bara ekki neitt. Svo allt í einu urðum við bara bestir, þetta er mjög skrýtið.“ 

Hér að neðan er rætt nánar um bikarúrslitaleikinn.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls
Hide picture