fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Alfons og Sigmundur Ernir fóru yfri stöðuna á Emirates – Mögnuð stund

433
Sunnudaginn 9. október 2022 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfons Sampstead, leikmaður Bödo/Glimt, sagði í Íþróttavikunni með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut á föstudögum, eftir leikinn gegn Arsenal að það hafi verið stór stund að labba inn á völlinn. Hann hugleiðir fyrir stórleiki ásamt nokkrum öðrum leikmönnum.

„Tilfinningin var frábær að labba inn á og hún varð enn betri þegar þegar við vorum að fara að hita upp og sjá gult horn, um þrjú til fjögur þúsund stuðningsmenn frá okkur. Þetta var ótrúlegt en akkúrat eins og ég átti von á, jafnstórt og jafnskemmtilegt,“ sagði Alfons í samtali við Sigmund Erni Rúnarsson, sérlegan sendiherra Íþróttavikunnar á leiknum.

Sigmundur spurði um andlegu hliðina. „Við sem lið höfum spilað nokkra leiki af svipaðri stærðargráðu áður. En það sem við gerum stundum, lítill hópur í liðinu, er að við hugleiðum fyrir leiki með hljóð stuðningsmanna í bakgrunni. Það er ákveðinn undirbúningur en annars gerist mest á æfingarsvæðinu.“

Búið var að fara yfir hlutina vel fyrir leikinn. „Við vorum búnir að ræða mikið fyrir leikinn að Arsenal er mjög gott lið fyrstu 15 mínúturnar. Þeir koma með mikla ákefð og fara fast í einvígi. En kannski er smá svekkelsi að við höfum ekki verið afslappaðri af því um leið og við slökuðum á í öxlunum og byrjuðum að spila náðum við ágætis tökum á leiknum og stóðum ágætlega í þeim.“

Sigmundur spurði næst hvort þeir hefðu verið of aftarlega sem Alfons sagði að það hafi ekki verið uppleggið. „Þegar þú mætir góðu liði eins og Arsenal þá verður þú að taka hættulegu svæðin frá þeim fyrst og þau eru fyrir aftan okkur. Hægt og rólega ýttu þeir okkur aftar og aftar. Í raun þvinga gæði þeirra okkur aftar.“

Alfons segir að spila á móti leikmönnum Arsenal sem eru flestir í hæsta gæðaflokki sé ákveðinn upplifun. „Það er áhugaverð tilfinning að þegar maður er inn í leiknum og þér líður eins og þú sért við stjórnvölinn. En munurinn er að þú nærð aldrei að snerta þessa gæja. Aldrei að klukka þá. Það er munurinn fyrir mig sem varnarmann á þessu level-i og því sem ég spila núna. Þeir eru alltaf einu skrefi á undan og það er eitthvað sem maður þarf að læra og það er það sem er skemmtilegt.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Í gær

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool
Hide picture