Erling Haaland er að þéna ótrúlegar upphæðir hjá Manchester City eftir að hafa skrifað undir hjá félaginu í sumar.
Haaland hefur skorað 19 mörk í 12 leikjum hingað til og er af mörgum talinn besti fótboltamaður heims í dag.
Samkvæmt Mail þá er Norðmaðurinn að þéna 865 þúsund pund á viku hjá Man City en þar spila bónusar stórt hlutverk.
Haaland fær svipuð föst laun og aðrar stjörnur Man City en bónusarnir gera honum kleift að þéna mun meira.
Mail segir að bónusarnir tengist aðallega mínútum spiluðum en Haaland raðar einnig inn mörkum sem spilar inn í.
Hann hefur hingað til skorað þrjár þrennur í ensku deildinni og þar á meðal gegn grönnunum í Manchester United.