Graham Potter tók á dögunum við sem stjóri Chelsea. Hann tók við starfinu af Thomas Tuchel, sem var rekinn.
Undir stjórn Potter hefur Chelsea spilað þrjá leiki. Liðið hefur unnið tvo þeirra, gegn Crystal Palace og AC Milan og gert eitt jafntefli, gegn Salzburg.
Potter var áður hjá Brighton. Ljóst er að starfið hjá Chelsea er mun stærra.
Það hefur vakið mikla athygli að stíll Potter hefur tekið miklum breytingum frá því hann tók við Chelsea. Hann hefur breytt um klippingu, klæðaburð og fleira.
Hér að neðan má sjá mynd sem var tekin af Potter sem stjóri Brighton annars vegar og Chelsea hins vegar.