Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United og goðsögn í sögu félagsins segir núverandi knattspyrnustjóra Manchester United, Erik ten Hag sýna stjörnuleikmanni liðsins, Cristiano Ronaldo óvirðingu með því að spila honum í Evrópudeildinni.
Ronaldo var í byrjunarliði Manchester United gegn Omonia í Evrópudeildinni í gær en Ronaldo hefur ekki verið að byrja leiki með Manchester United undanfarið. Á dögunum vildi Ten Hag ekki skipta honum inn á í stóru tapi Manchester United gegn Manchester City af virðingu við hans glæsta feril.
Því finnst Scholes það stinga í stúfa að hann byrji á móti Omonia í Evrópudeildinni en ekki á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir það meiri vanvirðingu við leikmanninn.
„Þessi maður er heimsfræg súperstjarna. Ég er ekki að segja að hann eigi að byrja alla leiki kominn á þennan aldur en alla vegana stórleikina. Þetta er keppni sem erfitt er að gíra sig upp í. Ég veit það hljómar ekki vel þegar maður segir það en þetta er sannleikurinn þegar maður er stór leikmaður hjá stóru félagi eins og staðan er í þessu dæmi,“ sagði Scholes á BT Sport í gærkvöldi.
Leik gærkvöldsins lauk með 3-2 sigri Manchester United á útivelli. Ronaldo lék allan leikinn í liði Manchester United