Tveir íslenskir tipparar voru með alla 13 leikina rétta á Enska getraunaseðlinum um helgina og fengu tæpar 10 milljónir króna í sinn hlut.
Annar vinningshafinn var með 13 rétta í annað sinn á þessu ári, en í sumar vann hann rúmar 4 milljónir króna. Tipparinn sigursæli sagðist enga sérstaka þekkingu hafa á enska boltanum, en tekur reglulega þátt í getraunum.
Seðlarnir voru báðir 128 raða opinn seðill sem kostar 1.664 krónur.
Annar tipparinn styður við bakið á Knattspyrnufélagi SÁÁ, en þess má geta að getraunanúmer þeirra er 158 fyrir þá sem vilja styðja við bakið á félaginu.