Manchester United þurfti að hafa fyrir hlutunum í kvöld er liðið spilaði við Omonia frá Kýpur í Evrópudeildinni.
Man Utd vann 3-2 útisigur þar sem Marcus Rashford stal senunni og skoraði tvennu eftir að hafa komið inná sem varamaður.
Rashford var settur inná í hálfleik og gerði tvö mörk fyrir gestaliðið sem var 1-0 undir fyrir hans innkomu.
Man Utd er með sex stig í öðru sæti E riðils en Real Sociedad er á toppnum með níu eftir sigur á Sheriff.
Annað enskt lið vann sinn leik í Sambandsdeildinni en West Ham lagði Anderlecht 1-0 með marki frá Gianluca Scamacca.
Einnig í Evrópudeildinni vann Silkeborg lið Steaua frá Rúmeníu 5-0 þar sem Stefán Teitur Þórðarson var á meðal markaskorara.
Omonia 2 – 3 Manchester Utd
1-0 Karim Ansarifard(’34)
1-1 Marcus Rashford(’53)
1-2 Anthony Martial(’63)
1-3 Marcus Rashford(’84)
2-3 Nikolas Panagiotou(’85)
Anderlecht 0 – 1 West Ham
0-1 Gianluca Scamacca(’71)
Silkeborg 5 – 0 FCSB
1-0 Anders Klynge(‘3)
2-0 Kasper Kusk(‘8)
3-0 Nicklas Helenius (’35, víti)
4-0 Stefan Teitur Þórðarson(’58)
5-0 Tonni Adamsen(’71)