Gian Piero Ventrone þjálfari hjá Tottenham er látinn aðeins 61 árs gamall en félagið staðfestir þetta í dag.
Ventrone lést í Napóli í dag en hann hafði glímt hvítblæði í skamma stund.
Ventrone var náinn aðstoðarmaður Antonio Conte og kom með honum til félagsins fyrir um ári síðan.
Hann sá um líkamlegt ástand leikmanna og hafði gott orð af sér í starfi.
Útför hans fer fram í Ítalíu á sunnudag en í tilkynningu Tottenham kemur fram að minningarstund um hann fari fram á æfingasvæði félagsins í dag.