Það kemur ekki til greina fyrir leikmenn Tottenham að trúa ekki á stjóra sinn Antonio Conte þrátt fyrir töluverða gagnrýni undanfarið.
Tottenham er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en frammistaðan hefur ekki alltaf verið sannfærandi og tapaði liðið 3-1 gegn Arsenal um helgina.
Heung-Min Son, einn mikilvægasti leikmaður Tottenham, ræddi við blaðamenn um stöðu liðsins og lífið undir Conte.
Framherjinn segir að það komi ekki til greina fyrir leikmenn að missa trú á Conte en liðið gerði markalaust jafntefli við Frankfurt í Meistaradeildinni á þriðjudag.
,,Það er mikilvægt að hlusta á Conte. Við tókum eftir því á síðustu leiktíð að enginn trúði því að við værum hérna. Enginn trúði á okkur og að við myndum enda í Meistaradeildinni,“ sagði Son.
,,Stjórinn vill alltaf meira og meira frá okkur, sem leikmaður þá vil ég fylgja honum, annars er augljóst hvað gerist.“
,,Ef þú stendur ekki með honum þá ertu í vandræðum. Við þurfum að gera það því það er ekkert annað í boði, hann er sigurvegari.“