Heimir Guðjónsson fyrrum þjálfari Vals útilokar ekki endurkomu í FH. Frá þessu greinir hann í hlaðvarpinu Chess after Dark.
Heimir var gestur í þættinum sem kom út í dag en Heimir hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna í Kaplakrika. Fréttir hafa borist að því að fundað sé um stöðu Eiðs Smára Guðjohnsen þessa stundina.
Heimir var rekinn frá FH árið 2017 eftir magnaðan árangur í starfi. Hann var svo rekinn frá Val í sumar og skoðar næsta skref á ferlinum.
„Þegar þú ert í félagi í 18 ár þá eignast þú fullt af vinum. Margir af þessum mönnum eru enn góðir vinir mínir í dag. Ég fer oft að spjalla við Vidda Halldórs og þessa kónga sem eru þarna,“ segir Heimir í Chess after dark.
Hvort hann myndi íhuga endurkomu í FH ef það stæði til boða sagði Heimir. „Svarið við spurningunni er já,“