Xabi Alonso, fyrrum leikmaður Liverpool og Real Madrid, er orðinn aðalþjálfari liðs í fyrsta sinn.
Alonso hefur skrifað undir samning við Bayer Leverkusen og er nú bundinn til ársins 2024.
Alonso var frábær leikmaður á sínum tíma og hefur undanfarin þrjú ár þjálfað varalið Real Sociedad á Spáni.
Fyrir það var Alonso hjá U14 liði Real Madrid en hann lagði skóna á hilluna fyrir fimm árum síðan.
Leverkusen hefur byrjað skelfilega í þýsku deildinni og er einu stigi frá botninum og tapaði einnig 2-0 gegn Porto í Meistaradeildinni í vikunni.
Spánverjinn gerði garðinn frægan með Liverpool og Real Madrid en lék einnig með Bayern Munchen frá 2014 til 2017.