fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Var á leið til Manchester en skipti um skoðun á síðustu stundu – ,,Fólk byrjaði að tala um að mér hefði verið rænt“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 5. október 2022 18:55

Obi Mikel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn John Obi Mikel hefur tjáð sig um það sem gerðist árið 2006 er hann skrifaði undir samning við stórlið Chelsea.

Mikel var búinn að komast að samkomulagi við Manchester United en tók U-beygju að lokum og gekk í raðir Chelsea sem bauð hærri laun.

Fólk á þessum tíma byrjaði að tala um að Mikel hefði verið rænt og að hann hafi verið neyddur til að skrifa undir hjá Chelsea sem var alls ekki sannleikurinn.

Nígeríumaðurinn hefur nú lagt skóna á hilluna en hann viðurkennir að sögusagnirnar hafi ekki farið vel með hann á þessum tíma.

,,Ég sé ekki eftir neinni ákvörðun sem ég hef tekið því ég naut tímans hjá Chelsea og það var besta skref sem ég hef tekið í lífinu,“ sagði Mikel.

,,Ég var búinn að ná samkomulagi við Manchester United þegar ég var 17 ára gamall. Þegar þú sérð Sir Alex Ferguson fyrir framan þig sem strákur, auðvitað ertu heillaður.“

,,Ég lét eins og lítill krakki og um leið og Chelsea frétti af þessu þá komu þeir og náðu í mig frá Noregi. Þá byrjaði fólk að tala um að mér hafi verið rænt. Það var ekki frábært augnablik fyrir mig.“

,,Það eina sem ég vildi svo ungur var að spila fótbolta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“