fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Tómas segir svakalega sögu af ofurölvi manni á Laugardalsvelli – Hunsaði skipanir Björgunarsveitarmanna og „drakk úr sér vitið“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. október 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur skapast mikil umræða um hegðun nokkurra stuðningsmanna á bikarúrslitaleik Víkings R. og FH um helgina. Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum og Víkingur, var í stúkunni og sagði frá sinni upplifun í Innkastinu á Fótbolta.net.

Víkingur varði bikarmeistaratitil sinn með 3-2 sigri í framlengdum leik. Þó nokkuð hefur verið rætt um ölvun og óspektir í stúkunni á Laugardalsvelli, þó aðeins hjá litlum hópi.

„Ég var nú heldur betur ofan í þessu fylleríi sem var í gangi, með sæti í fremstu röð á allt sem var í gangi þarna,“ segir Tómas í þættinum.

Hann segir frá drukknum manni sem sat nálægt honum á vellinum. „Það er ekki séns að hann muni hvernig þessi leikur fór og á meðan leiknum stóð er ég ekki viss um að hann hafi munað hvað hann hét. Hann var mættur með flöskur að heiman, ekki bjór flöskur heldur litlar flöskur af öðrum toga, sem er stranglega bannað. KSÍ á að sjá um leitir á mönnum en það hefur ekki verið leitað nógu vel á honum.“

Björgunarsveitin sá um gæslu á leiknum. Henni gekk hins vegar illa að hemja manninn sem um ræðir.

„Það kemur mjög kurteis og flottur strákur úr Björgunarsveitinni að þessum unga manni og bendir honum á það að þetta sé ekki leyfilegt. Þessi strákur er svolítið stór og hafði engan áhuga á því að láta hann fá flöskurnar sínar. Honum langaði að halda áfram að hella úr sér vitinu. Björgunarsveitarstrákurinn var ekki að fara í nein handalögmál við hann. Hann sagði honum að þetta væri bannað og hann yrði að taka þetta en maðurinn sagði bara nei.

Svo hélt gæinn áfram að rífa upp hverja flöskuna á fætur annari. Þetta var eins og töfrabragð. Á endanum tók ég eftir því að það var einn strákur þarna, stór, þrekinn og mikill maður sem var ekki í Björgunarsveitinni, sem leit meira út eins og dyravörður. Hann mætir upp í stúku þegar maður er að draga upp hverja flöskuna á fætur annari upp úr töskunni eins og Lalli töframaður og tekur flöskurnar af honum. Hann læsir stórum krumlum sínum utan um flöskurnar, horfir beint í augun á þessum unga fulla herramanni, rífur af honum flöskurnar og starir hann bara niður. Þar með var þetta mál leyst.“

Tómas segir að þetta sýni að KSÍ þurfi að útvega betri gæslu á stórum leikjum sem þessum.

„Þetta er gæslan sem á þarf að halda. Ekki eitthvað vinalegt spjall.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal býst við að lykilmaðurinn verði með um helgina

Arsenal býst við að lykilmaðurinn verði með um helgina
433Sport
Í gær

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik
433Sport
Í gær

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Í gær

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða
433Sport
Í gær

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford