Tölfræði Antonio Conte í Meistaradeild Evrópu er ekkert til að hrópa húrra fyrir, allavega ekki ef árangur hans á öðrum vígstöðvum er tekinn inn í myndina.
Conte er nú stjóri Tottenham á Englandi. Liðið gerði markalaust jafntefli við Frankfurt í Meistaradeildinni í gær. Tottenham er með fjögur stig eftir þrjá leiki í riðlakeppninni.
Ítalski stjórinn hefur áður tekið þátt í Meistaradeildinni með Juventus, Inter og Chelsea. Honum hefur þó ekki tekist að ríða feitum hesti frá keppninni og er nú aðeins með 32% sigurhlutfall í leikjum sínum þar.
Á sama tíma hefur Conte oft náð frábærum árangir í deildarkeppnum. Hann varð Englandsmeistari með Chelsea og Ítalíumeistari með Juventus og Inter. Þá náði hann Meistaradeildarsæti með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fyrra.
Það ætlar þó að ganga eitthvað erfiðara fyrir Conte í deild þeirra bestu.