Erling Haaland er alveg óstöðvandi fyrir lið Manchester City og skoraði tvö mörk í Meistaradeildinni í kvöld.
Man City spilaði við Íslendingalið FC Kaupmannahafnar og vann sannfærandi 5-0 heimasigur.
Haaland skoraði tvennu í fyrri hálfleik fyrir heimamenn en var svo tekinn af velli snemma í þeim síðari.
Ísak Bergmann Jóhannesson lék allan leikinn með FCK en Hákon Arnar Haraldsson kom inná á 56. mínútu.
Annað enskt lið í Chelsea vann góðan heimasigur en AC Milan kom í heimsókn á Stamford Bridge.
Chelsea tókst að halda hreibnu og skora þrjú mörk í virkilega sannfærandi sigri.
Hér má sjá öll úrslit kvöldsins í riðlakeppninni.
Man City 5 – 0 FCK
1-0 Erling Haaland(‘7)
2-0 Erling Haaland(’32)
3-0 Davit Khockolava(’39, sjálfsmark)
4-0 Riyad Mahrez(’55, víti)
5-0 Julian Alvarez(’76)
Chelsea 3 – 0 AC Milan
1-0 Wesley Fofana(’24)
2-0 Pierre Emerick Aubameyang(’56)
3-0 Reece James(’62)
Juventus 3 – 1 Maccabi Haifa
1-0 Adrien Rabiot(’35)
2-0 Dusan Vlahovic(’50)
2-1 Dean David(’75)
3-1 Adrien Rabiot (’83 )
Real Madrid 2 – 1 Shakhtar
1-0 Rodrygo(’13)
2-0 Vinicius Jr. (’28)
2-1 Oleksandr Zubkov(’39)
Sevilla 1 – 4 Dortmund
0-1 Raphael Guerreiro(‘6)
0-2 Jude Bellingham(’41)
0-3 Karim Adeyemi(’43)
1-3 Youssef En-Nesyri(’51)
1-4 Julian Brandt(’75)
Benfica 1 – 1 Paris Saint Germain
0-1 Lionel Messi(’22)
1-1 Danilo Pereira(’41, sjálfsmark)
Salzburg 1 – 0 Dinamo Zagreb
1-0 Noah Okafor(’71, víti)
RB Leipzig 3 – 1 Celtic
1-0 Christopher Nkunku(’27)
1-1 Jota(’47)
2-1 Andre Silva(’64)
3-1 Andre Silva(’77)