Samkvæmt frétt Telegraph er Erik ten Hag stjóri Manchester United með leikmenn félagsins á sínu bandi.
Telegraph segir að fjórir leiðtogar hafi sameinast í því að halda klefanum góðum og fá alla til að róa í sömu átt.
Blaðið vekur athygli á því að Cristiano Ronaldo sé ekki í hópi þessara leiðtoga sem halda klefanum á tánum.
Harry Maguire, Bruno Fernandes, David de Gea og Tom Heaton eru leiðtogarnir fjórir sem Telgraph fjallar um.
Segir blaðið að Fernandes og Heaton hafi öðlast mikla virðingu á síðustu leiktíð þegar allt var í steik.
Ten Hag tók svo við þjálfun liðsins í sumar og hefur upplifað mótlæti í starfinu en hefur stuðning leikmanna.
Ronaldo vildi fara frá United í sumar en Ten Hag tók fyrir það, Telegraph sagði hins vegar í gær að nú væri stjórinn ekki á móti því að Ronaldo færi frá félaginu.