Staða FH í Bestu deild karla er ekki góð eftir tap gegn ÍBV á útivelli í fyrstu umferð í neðri deild úrslitakeppninnar.
FH situr í fallsæti eftir 2-1 tap í Vestmannaeyjum í kvöld en liðið er þó aðeins stigi á eftir Leikni sem er í öruggu sæti fyrir ofan liðið.
Telmo Castanheira og Eiður Aron Sigurbjörnsson skoruðu mörk Eyjamanna en Ólafur Guðmundsson mark ÍBV.
Fjórir leikir eru eftir í neðri úrslitum en ÍBV er nú með fjögurra stiga forskot á FH í fallsætinu. FH mætir Leikni á sunnudag í leik þar sem mikið er undir.
ÍBV 2 – 1 FH
1-0 Telmo Castanheira (‘8)
1-1 Ólafur Guðmundsson (’33)
2-1 Eiður Aron Sigurbjörnsson (’56)