Cristiano Ronaldo vonast til þess að fara frá Manchester United í janúar, hann hefur ekki áhuga á að sitja á bekknum. Telegraph fjallar um málið.
Ronaldo var ónotaður varamaður um helgina í grannaslagnum í Manchester en þessi 37 ára framherji vildi fara frá félaginu í sumar.
Þegar Ronaldo mætti á Ethiad völlinn vildi hann alls ekki snerta merki City.
Ronaldo var að labba inn á völlinn þegar hann tók eftir stóru City merkinu á gólfinu. Hann snögghemlaði og breytti um gönguleið til að snerta ekki merkið.
Hefur myndskeið af þessu vakið nokkra athygli.
I'm sure if Ronaldo stepped on the Man City badge you wouldn't hear the end of it from the media
pic.twitter.com/oVxymUiCDx— PRIME VINI JR ⚡ (@PrimeViniJR20) October 3, 2022