Listaverk til heiðurs Jurgen Klopp fyrir utan Anfield völlinn í Liverpool hefur átt betra daga. Óprúttnir aðilar skemmdu verkið í skjóli nætur.
Listaverkið af Klopp var málað á hús rétt fyrir utan Anfield leikvanginn til að heiðra stjórann.
Klopp er á sínu sjöunda tímabili með Liverpool og þrátt fyrir krísuástand núna er hann elskaður og dáður af stuðningsmönnum.
Að því er virðist ákváðu þessir óprúttnu aðilar að skvetta blárri málningu í andlit Klopp eins og sjá má hér að neðan.
Ólíklegt er að það takist að laga þetta fyrir leik kvöldsins þegar Rangers heimsækir Anfield í Meistaradeildinni.
😫🤷♂️ pic.twitter.com/02SmclzYEd
— Daniel Nicolson (@danielnicolson) October 4, 2022