Nottingham Forest er á barmi þess að reka Steve Cooper úr starfi knattspyrnustjóra eftir ömurlega byrjun í ensku úrvalsdeildinni.
Forest tapaði 4-0 á útivelli gegn Leicester í gær og situr á botni deildarinnar með fjögur stig.
Nú segja ensk blöð að Copper sé að missa starfið sitt og að félagið ræði við Rafa Benitez um að taka við.
Benitez var rekinn frá Everton á síðustu leiktíð og hefur ekki tekið að sér starf eftir það.
Forest hrúgaði inn nýjum leikmönnum í sumar, eigendur félagsins eyddu stórum fjárhæðum og vilja sjá meiri árangur.