Phil Foden er við það að skrifa undir nýjan samning við Manchester City. Fabrizio Romano segir frá.
Hinn 22 ára gamli Foden er einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir og er lykilmaður í liði Pep Guardiola.
Englendingurinn skoraði þrennu í nágrannaslagnum gegn Manchester United í gær, líkt og Erling Braut Haaland.
Núgildandi samningur Foden rennur út eftir næsta tímabil, um sumarið 2024.
Hjá City ætla menn ekki að taka neina sénsa. Fimm ára samningur er á borðinu fyrir Foden.
Samkvæmt hinum virta Romano á aðeins eftir að ganga frá smáatriðum áður en Foden skrifar undir nýjan samning við Englandsmeistara City.