Lionel Messi, leikmaður Paris Saint-Germain, skoraði magnað mark í gær er liðið spilaði við Nice í efstu deild Frakklands.
PSG vann þennan leik 2-1 en Messi skoraði fyrra mark PSG áður en Kylian Mbappe komst á blað.
Kasper Schmeichel er í marki Nice en hann er fyrrum markmaður Leicester og er knattspyrnuaðdáendum kunnur.
Schmeichel réð ekki við frábært aukaspyrnumark Messi sem hann skoraði á 29. mínútu leiksins.
Markið frábæra má sjá hér.
MESSI WHAT A FREEKICK GOAL pic.twitter.com/w6NxL1QXWv
— Ziad is NOT in pain (@Ziad_EJ) October 1, 2022