Erling Haaland er að leika sér að ensku úrvalsdeildinni en hann spilar með Manchester City.
Haaland gekk í raðir Englandsmeistarana í sumar og skoraði þrennu gegn grönnunum í Manchester United í dag.
Haaland hefur nú skorað þrjár þrennur í ensku deildinni í aðeins átta leikjum sem er sturlaður árangur.
Sá næst fljótasti til að skora þrjár þrennu var Michael Owen, fyrrujm leikmaður Liverpool, en það tók hann heila 48 leiki.
Það stefnir allt í að Haaland muni bæta markametið í deildinni eftir alveg ótrúlega byrjun á tímabilinu.
Quickest players to score 3 hat-tricks in the Premier League:
Erling Haaland 8️⃣ games
Michael Owen 4️⃣8️⃣ games
Ruud Van Nistelrooy 5️⃣9️⃣ games
Fernando Torres 6️⃣4️⃣ games
Andy Cole 6️⃣5️⃣ games pic.twitter.com/viUFPmdc11— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) October 2, 2022