fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Mörg íslensk mörk í Evrópuboltanum – Willum tryggði stig gegn Ajax

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. október 2022 22:12

Albert Guðmundsson / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson komst á blað fyrir lið Genoa í dag sem spilaði við Spal í ítölsku B-deildinni.

Albert spilaði allan leikinn fyrir Genoa í 2-0 sigri en hann kom boltanum í netið á 88. mínútu til að gulltryggja stigin þrjú.

Jón Daði Böðvarsson skoraði í ensku C-deildinni fyrir Bolton sem vann 2-0 heimasigur á Lincoln.

Framherjinn kom inná sem varamaður á 73. mínútu og var búinn að skora annað mark Bolton aðeins 11 mínútum síðar.

Willum Þór Willumsson reyndist hetja Go Ahead Eagles í Hollandi sem mætti stórliði Ajax á útivelli.

Willum tryggði sínu liði stig með marki á 78. mínútu en hann lék allan leikinn í mjög góðu 1-1 jafntefli.

Nökkvi Þeyr Þórisson byrjar vel með Beerschot í belgísku B-deildinni og skoraði gegn Deinze í dag.

Nökkvi kom til Beerschot frá KA fyrir ekki svo löngu og skoraði annað mark Beerschot í 2-0 sigri.

Enn einn Íslendingurinn komst þá á blað í Ungverjalandi er Viðar Ari Jónsson skoraði fyrir Honved í 4-3 tapi gegn Debrecen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Real Madrid er að missa trúna

Real Madrid er að missa trúna
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
433Sport
Í gær

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki