Það er á hreinu að spænska stórliðið Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum og skuldar nokkrum félögum háar upphæðir.
Barcelona keypti Ferran Torres frá Manchester City í byrjun árs og á hann að koasta 48,4 milljónir punda.
Hingað til hefur Barcelona aðeins borgað Man City 2,6 milljónir punda af þeirri upphæð og skulda þar með í kringum 45 milljónir punda.
CCMA greinir frá þessu en þrátt fyrir þessi vandræði fékk Barcelona til sín fjölmörg stór nöfn í sumar.
Barcelona skuldar Ajax einnig 28 milljónir punda fyrir Frenkie de Jong, 31 milljón punda fyrir Miralem Pjanic frá Juventus og Liverpool 12 milljónir punda fyrir Philippe Coutinho.
Coutinho gekk í raðir Barcelona fyrir fjórum árum síðan en spilar í dag fyrir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.