fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
433Sport

Lengjubikarinn fær stærra svið í sjónvarpi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. janúar 2022 16:30

Kristinn Freyr skoraði fyrir FH. Hér er hann í leik með Val í fyrra. ©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Íslands og Stöð 2 Sport hafa gert samkomulag um að sýnt verði frá A-deildum deildarbikarkeppni karla og kvenna, Lengjubikarnum, á Stöð 2 Sport.

Lengjubikarinn er stærsta keppnin á undirbúningstímabili íslensku knattspyrnuliðanna. Umfjöllun Stöðvar 2 Sports verður umfangsmeiri en nokkru sinni áður. Sýnt verður frá fleiri leikjum og í fyrsta sinn verður sérstakur markaþáttur sýndur í lok hverrar umferðar.

„Það er gleðiefni fyrir okkur að Lengjubikar KSÍ fái aukna umfjöllun og við treystum Stöð 2 Sport fyllilega til að gera þeirri keppni hátt undir höfði,“ segir Stefán Gunnarsson sviðsstjóri markaðssviðs KSÍ.

„Umfjöllun um íslenska knattspyrnu hefur verið með allra vinsælasta dagskrárefni Stöðvar 2 Sports og því mikið ánægjuefni að geta lengt vertíðina fyrir áhugamenn um íslenska knattspyrnu,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður Stöðvar 2 Sports. „Það verður meiri kraftur lagður í umfjöllun um Lengjubikarinn en áður hefur sést í íslensku sjónvarpi.“

Keppni í Lengjubikar karla hefst 9. febrúar og verður leikur Keflavíkur og Leiknis sýndur klukkan 19.00. Tveimur dögum síðar hefst Lengjubikar kvenna með beinni útsendingu frá viðureign Stjörnunnar og Selfoss.

Þá mun Stöð 2 Sport einnig sýna leiki ríkjandi Íslands- og bikarmeistara í Meistarakeppni KSÍ sem marka upphaf knattspyrnusumarsins ár hvert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vandræðagemsinn stal fyrirsögnunum á titilfögnuði City – ,,Takið hann af velli sem fyrst“

Vandræðagemsinn stal fyrirsögnunum á titilfögnuði City – ,,Takið hann af velli sem fyrst“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Uppfyllir hinstu ósk umboðsmannsins umdeilda og tekur við stjórnartaumunum

Uppfyllir hinstu ósk umboðsmannsins umdeilda og tekur við stjórnartaumunum
433Sport
Í gær

Lögreglan ætlar ekkert að aðhafast í máli Vieira eftir að hann sparkaði í stuðningsmann

Lögreglan ætlar ekkert að aðhafast í máli Vieira eftir að hann sparkaði í stuðningsmann
433Sport
Í gær

Þakkar pirruðum forráðamönnum Real Madrid fyrir – Ætlar að styðja liðið gegn Liverpool

Þakkar pirruðum forráðamönnum Real Madrid fyrir – Ætlar að styðja liðið gegn Liverpool
433Sport
Í gær

Sjáðu sturluð tilþrif Balotelli í leik með Birki og félögum

Sjáðu sturluð tilþrif Balotelli í leik með Birki og félögum
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Stjörnum prýtt partí langt fram eftir nóttu

Sjáðu myndirnar: Stjörnum prýtt partí langt fram eftir nóttu