fbpx
Miðvikudagur 18.maí 2022
433Sport

Sjö kostir sem Skagamenn gætu skoðað eftir að Jói Kall stakk af í höfuðborgina

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 08:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍA leitar sér nú að þjálfara en Jóhannes Karl Guðjónsson lét af störfum í gær og gerðist aðstoðarþjálfari landsliðsins.

Jóhannes Karl hefur unnið gott starf hjá ÍA en ljóst er að félagið þarf að vanda valið í eftirmanni hans vel.

Tímapunkturinn er ekkert sérstakur nú þegar aðeins eru um tveir og hálfur mánuður í að Íslandsmótið fari af stað. Margir eru í starfi sem þeir losna ekki úr.

Hér að neðan eru sjö kostir sem Skagamenn gætu reynt að krækja í.

Ólafur Kristjánsson – Án starfs
Lét af störfum hjá Esbjerg síðasta sumar og hefur skoðað kosti sína síðan. Ólafur gæti hentað Skaganum frábærlega.

Ólafur Kristjánsson.

Eiður Smári Guðjohnsen – Án starfs
Ljóst er að það myndi kveikja neista í stuðningsmönnum ÍA að fá Eið Smára til starfa. Einn besti knattspyrnumaður í sögu Íslands gerði vel sem þjálfari FH og leitar sér nú að nýju starfi.

Eiður Smári Guðjohnsen Mynd/Getty Images

Jón Þór Hauksson – Þjálfari Vestra
Hefur sterka tengingu inn í félagið en fæddur og uppalinn á Skaganum og var áður aðstoðarþjálfari liðsins. Gerði vel með Vestra í fyrra.

Sigurður Jónsson – Í yngri flokkum ÍA
Þekkir allt starf félagsins út og inn, hefur daðrað við meistaraflokks þjálfun síðustu ár en þarna gæti verið hans skref.

Bjarni Guðjónsson – Framkvæmdarstjóri KR
Bjarni hætti sem aðstoðarþjálfari KR á síðasta ári og fór til Svíþjóðar en hann snéri hins vegar heim fyrir áramót og gerðist framkvæmdarstjóri KR. Gæti hann tekið við af bróður sínum?

© 365 ehf / Anton Brink

Ejub Purisevic – Þjálfari í yngri flokkum Stjörnunnar
Þekkir Vesturlandið vel eftir mörg ár í Ólafsvík, gæti verið góður kostur fyrir ÍA en Ejub starfar í dag hjá Stjörnunni.

Guðjón Þórðarson – Þjálfari Víkings Ólafsvíkur
Rómantíkin gæti orðið allsráðandi ef Guðjón kæmi heim á Akranes, sonur hans hefur byggt góðan grunn sem Guðjón gæti byggt ofan á.

© 365 ehf / Anton Brink
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nottingham Forest í úrslitaleikinn um sæti í úrvalsdeildinni

Nottingham Forest í úrslitaleikinn um sæti í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enski boltinn: Liverpool hélt lífi í titilbaráttunni fyrir lokaumferðina

Enski boltinn: Liverpool hélt lífi í titilbaráttunni fyrir lokaumferðina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðan í Grafarvogi kemur á óvart – „Var eiginlega bara sjokkeraður“

Staðan í Grafarvogi kemur á óvart – „Var eiginlega bara sjokkeraður“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Beckham myndaði sig með stjörnum PSG í Katar

Beckham myndaði sig með stjörnum PSG í Katar
433Sport
Í gær

Víkingar búnir að fá sig fleiri mörk en eftir 14 leiki í fyrra

Víkingar búnir að fá sig fleiri mörk en eftir 14 leiki í fyrra
433Sport
Í gær

Sjáðu viðbrögð Ten Hag við nýju lagi sem samið var um hann

Sjáðu viðbrögð Ten Hag við nýju lagi sem samið var um hann
433Sport
Í gær

Ronaldo og sonurinn rifu sig úr að ofan í gær – 11 ára sonurinn í rosalegu formi

Ronaldo og sonurinn rifu sig úr að ofan í gær – 11 ára sonurinn í rosalegu formi
433Sport
Í gær

Mörgum var brugðið þegar tönnin hékk úr munni hans í gær

Mörgum var brugðið þegar tönnin hékk úr munni hans í gær