fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Eriksen æfir með Ajax til að koma sér aftur í form

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 19:00

Eriksen Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daninn Christian Eriksen er byrjaður að æfa með varaliði Ajax til að koma sér aftur í gott form.

Eriksen fékk leyfi frá læknum í desember til að halda áfram knattspyrnuferlinum eftir að hafa lokið nokkurra mánaða endurhæfingu en hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á EM 2020.

Hann neyddist til að rifta samningi sínum við Inter Milan vegna þess að óleyfilegt er að spila með gangráð á Ítalíu.

Það er hins vegar leyfilegt á Englandi og greindu enskir miðlar frá því á dögunum að nýliðar Brentford væru nálægt því að klófesta danska miðjumanninn á sex mánaða samning.

Christian Eriksen varði fimm árum hjá Ajax áður en hann gekk til liðs við Tottenham árið 2013.

Ég er mjög ánægður að vera kominn hingað. Ég þekki fólkið hjá Ajax, mér líður eins og ég sé að koma aftur heim vegna þess að ég varði svo löngum tíma hér,“ sagði Eriksen.

Ég get æft á háu tempói í hóp hjá Jong Ajax. Það er fullkominn grundvöllur fyrir mig. Ég vil komast í mitt besta form so ég geti staðið mig vel þegar ég finn mér nýtt félag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Í gær

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Í gær

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“