fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
433Sport

Rífur þögnina eftir að hafa verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að sitja fyrir um kærustu sína, ráðast á hana og ræna henni – ,,Það eru tvær hliðar á öllum málum“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 22. janúar 2022 09:00

DT (til hægri) í viðtali við AFTV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liam Goodenough, betur þekktur sem DT, stuðningsmaður Arsenal sem hefur oft sést á YouTube rás AFTV, var á dögunum dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að sitja fyrir um, ræna og ráðast á fyrrum kærustu sína. Hann hefur nú sent frá sér yfirlýsingu.

Í nóvember hafði hann verið dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar en sú vist hefur nú verið lengd.

DT, sat fyrir um og fylgdist með fyrrum kærustu sinni fara á stefnumót, kom hlutunum fyrir þannig að hann gat fylgst með símanum hennar og vissi hvar hún væri öllum stundum. Hann réðst á hana og manninn sem var með henni á hótelherbergi sem hún gisti á og tók myndir af henni án hennar leyfis þar sem hún var nakin.

Í dómnum kemur fram að DT hafi fengið fórnarlamb sitt út af hótelherbergi og inn í bíl sinn eftir að hafa sagt henni að hann væri með hníf á sér og son hennar í bíl sínum.

Þegar að fórnarlamb hans áttaði sig á því að sonur hennar væri ekki í bílnum náði hún að flýja undan DT sem reyndi að ná til hennar á ný en vegfarandi áttaði sig á aðstæðunum og náði að koma í veg fyrir það að DT næði henni.

,,Ég veit að mörg ykkar hafa séð fréttirnar um mig í vikunni og að ég hef brugðist mörgum ykkar en það eru tvær hliðar á öllum málum málum og ég mun segja mína hlið þegar sá tími kemur,“ skrifaði DT á Twitter.

,,Eftir að hafa þegið hjálp í nokkra mánuði veit ég að ég þjáðist af andlegu niðurbroti og á þessu kvöldi fór ég aljgörlega út af sporinu. Ég er ekki að afsaka það sem ég gerði. Ég er bara að reyna að hjálpa ykkur að skilja hvað var í gangi í lífi mínu á þessum tíma. Eina sem ég bið um er að þið lesið allt, ekki bara ýktu fyrirsögnina.“

,,Ég get ekki beðið fyrrum maka minn afsökunar nógu oft fyrir að láta hana ganga í gegnum þetta. Eftir átta ára samband verða það þessar níu mínútur sem standa upp úr og ég mun alltaf sjá eftir því.“

,,Ég vil að allir muni að þau saklausu í þessu eru börnin mín. Ég hef samband við þau reglulega en gjörðir mínar hafa sett líf þeirra á hvolf. Allt sem ég get gert núna er að sitja af mér minn tíma og verða betri maður í kjölfarið.“

Sem fyrr segir var DT fastagestur í innslögum AFTV. Var honum ansi oft afar heitt í hamsi og lét fólk sem var ósammála honum hiklaust fá það óþvegið.

AFTV sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem stjórnendur segjast ekki hafa haft hugmynd um málið en DT kom síðast fyrir sjónir í myndbandi rásarinnar þann 1. janúar síðastliðinn.

AFTV brást við með því að segja að DT muni aldrei aftur sjást í efni á vegum rásarinnar. DT mun nú sitja í fangelsi í þrjú ár en einnig hefur verið fengið nálgunarbann á hann sem er tíu ár að lengd og þar með má hann ekki vera innan ákveðinnar fjarlægðar við fyrrum kærustu sína innan þess tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

FH ekki tekið ákvörðun um Eggert eftir nýjar vendingar

FH ekki tekið ákvörðun um Eggert eftir nýjar vendingar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin: Ten Hag verður í veseni – Newcastle skákar stórliði

Ofurtölvan stokkar spilin: Ten Hag verður í veseni – Newcastle skákar stórliði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arnar opinberar nýjan landsliðshóp: Hákon Arnar fær tækifæri – Aron Einar ekki í hóp

Arnar opinberar nýjan landsliðshóp: Hákon Arnar fær tækifæri – Aron Einar ekki í hóp
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Góðar og slæmar fréttir fyrir Liverpool á æfingu dagsins

Góðar og slæmar fréttir fyrir Liverpool á æfingu dagsins
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bjóða honum að tvöfalda laun sín og þéna 20 milljónir á viku

Bjóða honum að tvöfalda laun sín og þéna 20 milljónir á viku
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tuchel fær 32 milljarða til að leika sér með í sumar

Tuchel fær 32 milljarða til að leika sér með í sumar