fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Leiknir samdi við tvo nýja leikmenn – Binni Hlö framlengdi

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 22. janúar 2022 12:30

Mikkel Dahl, Brynjar Hlöðversson og Mikkel Jakobsen eftir undirskrift. Mynd: Leiknir R.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiknir Reykjavík samdi í gær við tvo nýja leikmenn fyrir átökin í efstu deild karla næsta sumar. Þá gerði Brynjar Hlöðversson nýjan samning við félagið.

Danski framherjinn Mikkel Dahl gerði tveggja ára samning við Breiðhyltinga. Hann var síðast hjá HB í Færeyjum þar sem hann raðaði inn mörkum, skoraði 42 mörk í 48 leikjum. Dahl er 28 ára gamall.

Þá er annar Dani, Mikkel Jakobsen, mættur í Leikni. Hann lék síðast með NSÍ Runavík í Færeyjum. Hann kom upp í gegnum unglingastarf Midtjylland. Jakobsen er 22 ára gamall og getur leikið á miðju og kanti.

Brynjar skrifaði svo undir nýjan tveggja ára samning við Leikni.

Leiknir hafnaði í áttunda sæti efstu deildar síðasta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“