fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
433Sport

Þrátt fyrir tap gegn Manchester United í gær segist stjóri Brentford liðið hafa unnið – ,,Við gengum frá þeim“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 08:30

Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Frank, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford, segir Manchester United ótrúlega heppið lið eftir viðureign liðanna í gær sem endaði með 3-1 sigri Manchester United.

,,Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði. Við erum minnsta félagið í ensku úrvalsdeildinni og Manchester United er það stærsta. Við gengum frá þeim í fyrri hálfleik, þeir áttu ekki einu sinni hálffæri, við fáum síðan þrjú mjög góð færi til þess að klára leikinn en við gerðum það ekki og eftir það gat aðeins eitt lið unnið þennan leik,“ sagði Thomas Frank í viðtali eftir leik.

,,Þeir voru ótrúlega heppnir. Ég þekki allt um það að nýta færin sín. Þeir breyttu leikkerfi sínu gegn litla liðinu Brentford, ég er svo ótrúlega stoltur af liðinu mínu.“

Hann segir að ef horft sé til alls þess sem gerðist á þessum 90 mínútum gærkvöldsins, sé aðeins einn sigurvegari.

,,Ég veit að mörk breyta leikjum en ef þú horfir á heildar frammistöðu yfir 90 mínútur þá var aðeins einn sigurvegari í leiknum, það voru við,“ sagði Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford eftir leik sinna manna í gær.

Brentford er nýliði í ensku úrvalsdeildinni, hefur gengið vel hingað til og situr í 14. sæti deildarinnar með 23 stig eftir 22 leiki. Manchester Untied situr í 7. sæti með 35 stig.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vandræðagemsinn stal fyrirsögnunum á titilfögnuði City – ,,Takið hann af velli sem fyrst“

Vandræðagemsinn stal fyrirsögnunum á titilfögnuði City – ,,Takið hann af velli sem fyrst“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Uppfyllir hinstu ósk umboðsmannsins umdeilda og tekur við stjórnartaumunum

Uppfyllir hinstu ósk umboðsmannsins umdeilda og tekur við stjórnartaumunum
433Sport
Í gær

Lögreglan ætlar ekkert að aðhafast í máli Vieira eftir að hann sparkaði í stuðningsmann

Lögreglan ætlar ekkert að aðhafast í máli Vieira eftir að hann sparkaði í stuðningsmann
433Sport
Í gær

Þakkar pirruðum forráðamönnum Real Madrid fyrir – Ætlar að styðja liðið gegn Liverpool

Þakkar pirruðum forráðamönnum Real Madrid fyrir – Ætlar að styðja liðið gegn Liverpool
433Sport
Í gær

Sjáðu sturluð tilþrif Balotelli í leik með Birki og félögum

Sjáðu sturluð tilþrif Balotelli í leik með Birki og félögum
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Stjörnum prýtt partí langt fram eftir nóttu

Sjáðu myndirnar: Stjörnum prýtt partí langt fram eftir nóttu