fbpx
Sunnudagur 29.maí 2022
433Sport

Selma Sól skrifar undir tveggja ára samning við Rosenborg

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 12:39

Selma Sól Magnúsdóttir / Mynd: GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik hefur samþykkt tilboð frá Rosenborg í Selmu Sól Magnúsdóttir og hefur hún náð samkomulagi um tveggja ára samning við norska liðið.

Selma Sól er 23 ára gömul, Bliki í húð og hár og spilaði sinn fyrsta leik með liðinu í efstu deild árið 2013, aðeins fimmtán ára gömul. Síðan þá eru leikirnir orðnir 137 og mörkin 27 í öllum keppnum.

,,Selma er spenanndi miðjumaður sem getur hjálpað okkur mikið á næstkomandi tímabili. Hún var hér til reynslu í síðustu viku og þar náði hún að heilla okkur og sýna hvað í sér búð. Hún er með frábært hugarfar og mun falla vel inn í þetta hjá okkur,“ sagði Steinar Lein, þjálfari Rosenborgar um Selmu Sól.

Selma Sól hefur verið í lykilhlutverki með Blikum síðustu ár og unnið allt sem hægt er að vinna í Kópavoginum. Hún hefur jafnframt spilað sextán A-landsleiki og áður fjölda leikja með yngri landsliðum.

,,Mín fyrsta tilfinning fyrir félaginu er mjög góð. Mér finnst allt frábært við félagið og er hrifinn af því hvernig Rosenborg hefur vaxið undanfarin ár, þá eru stelpurnar í liðinu frábærar. Ég tel þetta vera rétt skref fyrir mig til þess að þróast sem leikmaður. Ég hlakka til að flytja til Þrándheims og Rosenborgar,“ sagði Selma Sól um vistaskipti sín á heimasíðu Rosenborgar.

Blikar kveðja því nú leikmanninn sem hefur þjónað þeim vel.

,,Hún lagði hart að sér að koma til baka eftir erfið meiðsli sem hún lenti í fyrir tveimur árum og það er því sérlega gleðilegt að sjá hana taka skrefið út í atvinnumennsku. Blikar óska Selmu alls hins besta í Noregi en hún hefur verið frábær liðsmaður í Kópavoginum og mikil fyrirmynd jafnt innan sem utan vallar,“ segir í tilkynningu frá Breiðablik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Port Vale komst upp í C-deild – Fyrrum leikmaður Man Utd á skotskónum

Port Vale komst upp í C-deild – Fyrrum leikmaður Man Utd á skotskónum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mjólkurbikar kvenna: Þór/KA og KR með stórsigra – Stjarnan vann FH

Mjólkurbikar kvenna: Þór/KA og KR með stórsigra – Stjarnan vann FH
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

„Ef peningar eru að fara stjórna ferðinni þá er allt upp á borðum“

„Ef peningar eru að fara stjórna ferðinni þá er allt upp á borðum“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Stjarnan í góðum gír í sumarfríinu eftir að hafa fengið meira en 16 milljarða í vasann

Sjáðu myndirnar: Stjarnan í góðum gír í sumarfríinu eftir að hafa fengið meira en 16 milljarða í vasann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hjörvar hefði viljað sjá Arnar velja Þorleif – „Thor son of Odinn, eins og kaninn kallar hann“

Hjörvar hefði viljað sjá Arnar velja Þorleif – „Thor son of Odinn, eins og kaninn kallar hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allt breyttist hjá fáklædda Íslandsvininum eftir að hún braut reglurnar fyrir framan tugi þúsunda

Allt breyttist hjá fáklædda Íslandsvininum eftir að hún braut reglurnar fyrir framan tugi þúsunda