fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Sjáðu myndbandið: Ósáttum Ronaldo var skipt af velli á 71. mínútu við litla hrifningu hans

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 07:58

/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo, stjörnuleikmaður Manchester United, var allt annað en sáttur eftir að hafa verið tekinn af velli á 71. mínútu í leik Brentford og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Ronaldo var tekinn af velli fyrir varnarmanninn Harry Maguire í stöðunni 2-0, hann strunsaði af velli, muldraði nokkur vel valinn orð um leið og virtist allt annað en sáttur þar sem hann settist í steyptar tröppur við varamannabekk Brentford.

Leiknum lauk með 3-1 kærkomnum sigri Manchester United en mörk liðsins skoruðu Anthony Elanga, Mason Greenwood og Marcus Rashford.

Manchester United er sem stendur í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnr með 35 stig eftir 21 leik.

Ronaldo er mikill keppnismaður og vill spila allar mínúturnar, alltaf. Hann var hins vegar fljótur að jafna sig á skiptingu kvöldins í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter í gærkvöldi sagði hann um mikilvæg þrjú stig að ræða fyrir liðið.

,,Vel gert drengir,“ var á meðal þess sem stóð í færslu Ronaldo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin