fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
433Sport

Nýjasta stjarna Manchester United kom frá Svíþjóð og æfði með erkifjendunum – ,,Hann var ótrúlegur“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 10:33

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 19 ára gamli Anthony Elanga hefur verið ljósi punkturinn í undanförnum leikjum Manchester United. Elanga var í byrjunarliðinu gegn Aston Villa á dögunum og skoraði í gær sitt fyrsta mark á tímabilinu fyrir aðallið Manchester United í 3-1 sigri á Brentford.

Elanga er fæddur og uppalinn í Svíþjóð en þegar að hann var 11 ára gamall flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Bretlands. Þar gekk hann til liðs við Hattersley FC þar sem hann æfði undir stjórn Ian Forder. Áður hafði Elanga verið á mála hjá akademíum sænsku liðanna Elfsborg og Malmö.

,,Hann hafði ætlað sér að mæta á æfingu með Hyde United sem æfði oftar en ekki á velli rétt hjá okkur en í stað þess að senda hann í burtu spurði ég hann hvort hann vildi ekki vera með á æfingunni okkar. Hann klæddi sig í takkaskóna og tíu mínútum síðar rétti ég mömmu hans pappíra til að undirrita svo hann gæti orðið leikmaður okkar,“ sagði Ian Forder, fyrrum þjálfari Hattersley FC í samtali við Sun Sport.

Elanga átti eftir að slá í gegn með yngri liðum Hattersley og fór fljótlega að draga að sér áhuga. Það var þó ekki Manchester United sem var fyrst að borðinu, heldur erkifjendur þeirra í Manchester City.

,,City sýndi honum fyrst áhuga og hann endaði á að fara á nokkrar æfingar með þeim,“ sagði Ian sem segist hafa séð um leið hvað bjó í Elanga sem knattspyrnumaður. Í leik með u-14 ára liði Hattersley FC fór boltinn að rúlla.

,,Hann var ótrúlegur. Hann fékk boltann á eigin vallarhelmingi, fór fram hjá sjö leikmönnum, lék á markmanninn og lagði boltann snyrtileg í netið. Einn af foreldrunum í áhorfendahópnum var knattspyrnunjósnari og hann hafði samband við yfirnjósnara Manchester United.

Tólf ára gamall gekk Elanga til liðs við akademíu Manchester United og átti síðan eftir að klifra upp metorðastigann þar. Úr akademíunni fór hann í u18 ára lið United og þaðan í u23 ára lið félagins.

Eldskírn hans með aðalliðinu kom síðan í æfingaleik gegn Aston Villa fyrir síðasta tímabili. Þá kom hann inn á fyrir annan uppaldann leikmann Manchester United, Marcus Rashford.

Fyrsti keppnisleikur hans með Manchester United kom gegn Leicester City í maí á síðasta ári og fyrsta mark hans í ensku úrvalsdeildinni kom gegn Wolves í síðasta leik síðasta tímabils.

Hann bætti síðan við öðru marki sínu fyrir aðallið félagsins í gærkvöldi gegn Brentford.

GettyImages

,,Ég hef lagt hart að mér fyrir stundir sem þessar. Ég veit að þetta er aðeins upphafið  og nú mun ég leggja enn harðar að mér og skora fleiri mörk,“ sagði Elanga í viðtali eftir leik gærkvöldsins en hann hefur fengið spiltíma undir stjórn Ralf Ragnicks, sem kom inn sem bráðabirgða knattspyrnustjóri liðsins á síðasta ári.

,,Ég kann virkilega vel að meta stjórann. Ef maður leggur hart að sér á æfingu þá mun maður uppskera í leikjunum, ég æfi eins og ég vil spila,“ sagði Anthony Elanga, leikmaður Manchester United.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Anthony Elanga (@anthonyelanga)

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vandræðagemsinn stal fyrirsögnunum á titilfögnuði City – ,,Takið hann af velli sem fyrst“

Vandræðagemsinn stal fyrirsögnunum á titilfögnuði City – ,,Takið hann af velli sem fyrst“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Uppfyllir hinstu ósk umboðsmannsins umdeilda og tekur við stjórnartaumunum

Uppfyllir hinstu ósk umboðsmannsins umdeilda og tekur við stjórnartaumunum
433Sport
Í gær

Lögreglan ætlar ekkert að aðhafast í máli Vieira eftir að hann sparkaði í stuðningsmann

Lögreglan ætlar ekkert að aðhafast í máli Vieira eftir að hann sparkaði í stuðningsmann
433Sport
Í gær

Þakkar pirruðum forráðamönnum Real Madrid fyrir – Ætlar að styðja liðið gegn Liverpool

Þakkar pirruðum forráðamönnum Real Madrid fyrir – Ætlar að styðja liðið gegn Liverpool
433Sport
Í gær

Sjáðu sturluð tilþrif Balotelli í leik með Birki og félögum

Sjáðu sturluð tilþrif Balotelli í leik með Birki og félögum
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Stjörnum prýtt partí langt fram eftir nóttu

Sjáðu myndirnar: Stjörnum prýtt partí langt fram eftir nóttu