fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
433Sport

Gerrard hefur átt samtal við Suarez sem íhugar að ganga til liðs við Aston Villa

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 13:05

Luis Suarez / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær eru orðnar háværari, raddirnar þess efnis að sóknarmaðurinn Luis Suarez, gæti gengið til liðs við fyrrum liðsfélaga sinn, Steven Gerrard hjá Aston Villa.

Talið er að Suarez sé hrifinn af þeirri hugmynd að reyna fyrir sér á ný í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann sló í gegn á sínum tíma sem liðsfélagi Gerrards hjá Liverpool.

Suarez hefur ekki verið í því hlutverki sem hann er vanur hjá Atlético Madrid undanfarið, hann hefur verið meira á bekknum og virðist lítast ágætlega á það að skipta um umhverfi.

Aston Villa hefur farið vel af stað undir stjórn Gerrards sem tók við liðinu á síðari mánuðum ársins 2021. Þá hefur liðið bætt við sig stórum bitum í félagsskiptagluggunum en Philipe Coutinho og Lucas Digne hafa gengið til liðs við félagið.

Aston Villa gæti fengið Suarez fyrir lítinn pening núna strax í janúar eða beðið þangað til að samningur hans við Atlético Madrid rennur út í sumar og reynt að fá hann þá á frjálsri sölu.

Spænski blaðamaðurinn Gerard Romero greinir frá því að Gerrard hafi átt samtal við Suarez um möguleg vistaskipti hans. Þá greinir hann einnnig frá því að Suarez hafi fengið tilboð frá félögum í Brasilíu og Sádi-Arabíu en að þeim tilboðum hafi verið hafnað.

 

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vandræðagemsinn stal fyrirsögnunum á titilfögnuði City – ,,Takið hann af velli sem fyrst“

Vandræðagemsinn stal fyrirsögnunum á titilfögnuði City – ,,Takið hann af velli sem fyrst“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Uppfyllir hinstu ósk umboðsmannsins umdeilda og tekur við stjórnartaumunum

Uppfyllir hinstu ósk umboðsmannsins umdeilda og tekur við stjórnartaumunum
433Sport
Í gær

Lögreglan ætlar ekkert að aðhafast í máli Vieira eftir að hann sparkaði í stuðningsmann

Lögreglan ætlar ekkert að aðhafast í máli Vieira eftir að hann sparkaði í stuðningsmann
433Sport
Í gær

Þakkar pirruðum forráðamönnum Real Madrid fyrir – Ætlar að styðja liðið gegn Liverpool

Þakkar pirruðum forráðamönnum Real Madrid fyrir – Ætlar að styðja liðið gegn Liverpool
433Sport
Í gær

Sjáðu sturluð tilþrif Balotelli í leik með Birki og félögum

Sjáðu sturluð tilþrif Balotelli í leik með Birki og félögum
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Stjörnum prýtt partí langt fram eftir nóttu

Sjáðu myndirnar: Stjörnum prýtt partí langt fram eftir nóttu