fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Martraðartímabil gæti verið að taka enda hjá Jóni Daða sem sættir sig við launalækkun – Yrði loksins laus úr frystikistunni í Millwall

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í frétt The Bolton News í dag kemur fram að Bolton hafi miðað vel áfram í þeirri tilraun sinni að reyna fá Jón Daða Böðvarsson, framherja Millwall og íslenska landsliðsins, til liðs við sig.

Um væri að ræða lánssamning að minnsta kosti fyrst um sinn þar sem að Bolton þyrfti að greiða laun Jóns Daða sem hefur verið í frystikistunni hjá Millwall og hefur ekki fengið leik þar síðan í ágúst á síðasta ári.

Jón Daði er hins vegar á háum launum hjá Millwall en fari svo að vistaskipti hans til Bolton yrðu endanlega segir Bolton News frá því að Jón Daði væri reiðubúinn til þess að slaka á launakröfum sínum til þess að koma félagsskiptunum í gegn.

Vonir forráðamanna Bolton standa til að hægt verði að ganga frá félagsskiptum Jóns Daða fyrir leik liðsins um helgina gegn Shrewsbury.

Bolton spilar í ensku C-deildinni, deild neðar en Millwall og situr þar í 17. sæti með 29 stig eftir 25 leiki, fimm stigum frá fallsæti.

Jón Daði spilaði sinn fyrsta alvöru leik í langan tíma á dögunum er hann var hluti af landsliðshópi Íslands sem spilaði vináttuleiki gegn Úganda og Suður-Kóreu. Jón Daði skoraði eina mark Íslands í leiknum gegn Úganda.

„Vonandi hjálpar þetta, það er bónus að standa sig í verkefnum með landsliði. Það er jákvætt, fyrst og fremst er gott að komast í umhverfið og spila fótbolta. Fá þessar mínútur í tankinn og sjá að maður sé á góðum stað fyrir nýtt skref í janúar,“ sagði Jón á blaðamannafundi í landsliðsverkefninu en stefna hans þá sem og nú er að finna sér lið á allra næstu dögum.

Jón Daði er þakklátur fyrir tækifærið með landsliðinu á þessum tíma. „Auðvitað er þetta ekkert kjörstaða, ég hef ekki verið í hóp allt þetta tímabil. Þetta er ekki ákjósanleg staða fyrir þjálfara að velja leikmann upp á leikform að gera. Ég hef æft mjög vel og kom vel út úr þessum leik, ég er þakklátur fyrir öll tækifæri með landsliðinu.“

Jón Daði sagðist vera búinn að fá fyrirspurnir frá félögum á Norðurlöndunum sem og á Englandi.

„Þetta er mikið í Englandi og Norðurlöndum að mestu leyti, ég er aðallega að reyna að komast á lán. Til að fá mínútur og spila mig aftur í gang, fá sjálfstraust aftur og vera aftur í alvöru fótbolta. Þetta gengur ekkert lengur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sancho þénaði sturlaðar upphæðir utan vallar á síðustu leiktíð

Sancho þénaði sturlaðar upphæðir utan vallar á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þvílík endurkoma – Sjáðu markið sem stjarna Arsenal skoraði eftir margra mánaða fjarveru

Þvílík endurkoma – Sjáðu markið sem stjarna Arsenal skoraði eftir margra mánaða fjarveru
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Glugganum skellt í lás á miðvikudagskvöld

Glugganum skellt í lás á miðvikudagskvöld