fbpx
Miðvikudagur 18.maí 2022
433Sport

Fékk líflátshótanir eftir að hafa verið sakaður um svindl

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 08:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýski knattspyrnudómarinn Felix Zwayer, segis hafa fengið líflátshótanir eftir að hafa verið sakaður um að hafa hagrætt úrslitum í leik Borussia Dortmund og Bayern Munchen á síðasta ári.

Jude Bellingham, leikmaður Dortmund, sakaði Felix um svindl og lýsti undrun sinni á því að dómari sem hafði verið sakaður um að hafa hagrætt úrslitum í leik árið 2005 fengi að dæma svo stóran leik á ný.

Á sínum tíma fékk Felix sex mánaða bann fyrir þátttöku sína í hagræðingu á leik í næst efstu deild Þýskalands. Hann segist hafa fengið fjölda skilaboða eftir viðtal Bellingham.

,,Ég hef fengið fullt af skilaboðum, meðal annars á netfangið mitt, sum þeirra eru ótrúleg og erfitt að meðtaka þau. Lögreglan í Berlín hafði samband við mig til þess að segja mér frá því að á Internetinu væri ég að fá líflátshótanir,“ sagði Felix í samtali við Sky Sports, hann segir málið hafa komið ansi illa við fjölskyldu sína.

,,Á þessum tíma átti ég að dæma landsleik þremur dögum síðar. Ég reyndi að kveðja eiginkonu mína en hún brast bara í grát, ekki vegna þess að hún saknar mín þegar að ég er í burtu heldur vegna þess að hún hefur áhyggjur af mér,“ sagði Felix Zwayer, knattspyrnudómari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enski boltinn: Liverpool hélt lífi í titilbaráttunni fyrir lokaumferðina

Enski boltinn: Liverpool hélt lífi í titilbaráttunni fyrir lokaumferðina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Miður sín eftir að hafa verið vikið frá borði – Höguðu sér skelfilega

Miður sín eftir að hafa verið vikið frá borði – Höguðu sér skelfilega
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Beckham myndaði sig með stjörnum PSG í Katar

Beckham myndaði sig með stjörnum PSG í Katar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bale gæti endað í næst efstu deild Englands

Bale gæti endað í næst efstu deild Englands
433Sport
Í gær

Mörgum var brugðið þegar tönnin hékk úr munni hans í gær

Mörgum var brugðið þegar tönnin hékk úr munni hans í gær
433Sport
Í gær

Draumaferðin í uppnámi – ,,Líður eins og versta pabba í heimi“

Draumaferðin í uppnámi – ,,Líður eins og versta pabba í heimi“