fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
433Sport

Lewandowski og Putellas valin leikmenn ársins

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 17. janúar 2022 21:17

(Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau Robert Lewandowski og Alexia Puttelas voru í kvöld valin bestu leikmenn ársins að mati dómnefnd FIFA.

Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea, var valinn besti þjálfari ársins í kvennaflokki og Thomas Tuchel, þjálfari karlaliðs Chelsea var valinn þjálfari ársins í karlaflokki.

Alexia Putellas, leikmaður Barcelona á Spáni, hlaut Ballon d’or verðlaunin í fyrra og er almennt talin ein besta knattspyrnukona heims. Putellas, sem er 27 ára gömul, á farsælan feril að baki í fótboltanum en hún hefur unnið Meistaradeildina, spænsku úrvalsdeildina, spænska bikarinn og spænska ofurbikarinn.

Robert Lewandowski skoraði 41 mark fyrir Bayern Munchen á síðasta tímabili er liðið vann sinn níunda Þýskalandsmeistaratitil í röð. Þetta er annað árið í röð sem hann hlýtur verðlaunin.

Edouard Mendy var valinn markvörður ársins í karlaflokki og Christiane Endler, markvörður Lyon, hlaut verðlaunin í kvennaflokki.

Mark Erik Lamela gegn Arsenal var valið mark ársins í fyrra og danska landsliðið og þjálfarateymi hlaut háttvísisverðlaun fyrir skjót viðbrögð þegar Christian Eriksen hné niður í leiknum gegn Finnlandi á EM 2020.

Lið ársins má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vandræðagemsinn stal fyrirsögnunum á titilfögnuði City – ,,Takið hann af velli sem fyrst“

Vandræðagemsinn stal fyrirsögnunum á titilfögnuði City – ,,Takið hann af velli sem fyrst“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Uppfyllir hinstu ósk umboðsmannsins umdeilda og tekur við stjórnartaumunum

Uppfyllir hinstu ósk umboðsmannsins umdeilda og tekur við stjórnartaumunum
433Sport
Í gær

Lögreglan ætlar ekkert að aðhafast í máli Vieira eftir að hann sparkaði í stuðningsmann

Lögreglan ætlar ekkert að aðhafast í máli Vieira eftir að hann sparkaði í stuðningsmann
433Sport
Í gær

Þakkar pirruðum forráðamönnum Real Madrid fyrir – Ætlar að styðja liðið gegn Liverpool

Þakkar pirruðum forráðamönnum Real Madrid fyrir – Ætlar að styðja liðið gegn Liverpool
433Sport
Í gær

Sjáðu sturluð tilþrif Balotelli í leik með Birki og félögum

Sjáðu sturluð tilþrif Balotelli í leik með Birki og félögum
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Stjörnum prýtt partí langt fram eftir nóttu

Sjáðu myndirnar: Stjörnum prýtt partí langt fram eftir nóttu