fbpx
Mánudagur 24.janúar 2022
433Sport

Klopp verulega pirraður þegar blaðamaður spurði út í Salah

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. janúar 2022 10:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool tók á móti Arsenal í fyrri leik liðanna í enska deildabikarnum í gær. Það markverðasta sem gerðist í fyrri hálfleik var þegar Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, braut á Diogo Jota á 24. mínútu. Portúgalinn var sloppinn í gegn og fékk Xhaka því beint rautt spjald.

Markalaust var í hálfleik. Þrátt fyrir að vera manni fleiri tókst Liverpool lítið að ógna þéttu og skipulögðu liði Arsenal í seinni hálfleik. Það voru svo gestirnir sem fengu fyrsta góða færi leiksins þegar Bukayo Saka var kominn einn gegn Allison í marki Liverpool. Inn fór boltin þó ekki. Í lok leiks setti Takumi Minamino boltann svo yfir opið mark gestanna. Markalaust jafntefli niðurstaðan.

Liverpool var án Mo Salah og Sadio Mane sem leika í Afríkukeppninni og munar um minna. Blaðamaður Mirror vildi eftir leik ræða við Jurgen Klopp um samningstöðu Salah. Sá þýski var ekki sáttur við það.

„Ég er ekki sáttur með það þegar blaðamenn spyrja um svona hluti og hafa áhyggjur af samningamálum leikmanna sem hefur ekkert með þennan leik okkar að gera.“ sagði Klopp.

Samningur Salah rennur út eftir 16 mánuði, framlengi hann ekki samning sinn er ljóst er að Liverpool gæti selt hann í sumar. Salah hefur sagt að Liverpool verði að ganga að kröfum hans en hingað til hefur félagið ekki viljað gera það.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Spænski boltinn: Real Madrid kom til baka og náði jafntefli

Spænski boltinn: Real Madrid kom til baka og náði jafntefli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Klopp: Þetta sýndi hversu fáránlega góðir við getum verið og hversu slakir líka

Klopp: Þetta sýndi hversu fáránlega góðir við getum verið og hversu slakir líka
433Sport
Í gær

Segir frá því hvenær hann varð ástfanginn af kærustunni – Ást við fyrstu sýn?

Segir frá því hvenær hann varð ástfanginn af kærustunni – Ást við fyrstu sýn?
433Sport
Í gær

Segir að Hazard vilji fara til Aston Villa

Segir að Hazard vilji fara til Aston Villa
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Afar slæmt samstuð í úrvalsdeildinni – Blóð fossaði úr andliti Jensen

Sjáðu myndirnar: Afar slæmt samstuð í úrvalsdeildinni – Blóð fossaði úr andliti Jensen
433Sport
Í gær

Stórsigur hjá Birki og Balotelli – Aron og Rúnar í tapliðum

Stórsigur hjá Birki og Balotelli – Aron og Rúnar í tapliðum