fbpx
Laugardagur 29.janúar 2022
433Sport

Ástrós fær milljón í styrk fyrir að rannsaka samkynhneigð knattspyrnumanna

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttanefnd hefur ákveðið að úthluta 22,990 milljónum til 79 verkefna fyrir árið 2022. Nefndinni bárust alls 132 umsóknir að upphæð rúmlega 291 m. kr. um styrki úr Íþróttasjóði vegna ársins 2022.

Margt áhugavert kemur fram í úthlutun nefndarinnar en þar á meðal er ein milljón króna sem fer til að rannsóknar um samkynhneigð.

„Samkynhneigð knattspyrnumanna: Karlmennskuhugmyndir og skortur á sýnileika samkynhneigðra karla innan íþróttarinnar,“ segir um umsóknina en það er Ástrós Anna Klemensdóttir sem ætlar að rannsaka málið.

Alls voru 80 umsóknir um styrki til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana að upphæð rúmlega 221,7 m. kr. Styrkumsóknir um fræðslu- og útbreiðsluverkefni voru 48 að upphæð um 63,4 m. kr. og umsóknir vegna íþróttarannsókna voru 5 að upphæð rúmlega 6,67m. kr.

Til ráðstöfunar á fjárlögum 2022 eru rúmar 22 m. kr. en samkvæmt reglugerð um Íþróttasjóð þá fara ósóttir styrkir aftur til sjóðsins til úthlutunar. Hins vegar verður að taka tillit til að kostnaður við rekstur íþróttanefndar og þóknun til Rannís vegna umsýslu sjóðsins er tekið af styrkfé sjóðsins.

Íþróttanefnd hefur á fundum sínum fjallað um innkomnar umsóknir og leggur til í samræmi við reglur Íþróttasjóð um úthlutun til eftirtaldra 78 aðila fyrir árið 2022 úr Íþróttasjóði. Alls er lagt til að 42 umsóknir verði styrktar; úr flokknum ,,Aðstaða“, 32 úr flokknum ,,Fræðsla og útbreiðsla“ og 4 úr flokknum ,,Rannsóknir“. Í heild leggur því Íþróttanefnd til að úthlutað verði 22.990 milljónum kr. sem skiptist eftirfarandi.

Hér má sjá alla þá sem fá úthlutun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Tryggja kaupir Consello
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sigurvin sagður efstur á blaði Skagamanna

Sigurvin sagður efstur á blaði Skagamanna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fullyrt að Sævar ætli í slaginn við Vöndu

Fullyrt að Sævar ætli í slaginn við Vöndu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu rosalega afmælisgjöf sem Ronaldo splæsti í fyrir frúnna

Sjáðu rosalega afmælisgjöf sem Ronaldo splæsti í fyrir frúnna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarna Chelsea gómuð á stefnumótaforriti í æfingaferð – Kona og barn í London

Stjarna Chelsea gómuð á stefnumótaforriti í æfingaferð – Kona og barn í London
433Sport
Í gær

ÍA ekki haft samband við Vestra varðandi Jón Þór – ,,Höfum engan áhuga á því að missa hann frá okkur“

ÍA ekki haft samband við Vestra varðandi Jón Þór – ,,Höfum engan áhuga á því að missa hann frá okkur“
433Sport
Í gær

KSÍ hafði samband fyrir átta dögum – Klásúla í samningi Jóhannesar sem var virkjuð

KSÍ hafði samband fyrir átta dögum – Klásúla í samningi Jóhannesar sem var virkjuð