fbpx
Þriðjudagur 27.september 2022
433Sport

Arnar Þór sparar ekki lýsingarorðin þegar hann ræðir um heimkomu Grétars Rafns

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grétar Rafn Steinsson er mættur til starfa hjá KSÍ en landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir ráðningu hans risastórt skref fyrir sambandið.

Grétar Rafn var ráðinn til KSÍ sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnusviðs. Ráðningin er tímabundin til 6 mánaða og hefur Grétar Rafn strax störf

„Þetta er frábært skref, ég hef rætt þetta í marga mánuði. Við erum með stórt verkefni fyrir íslenska knattspyrnu. Allt sem kemur að skimun og greiningarvinnu. Að ráða inn Grétar Rafn er risastórt,“ sagði Arnar Þór Viðarsson.

Grétar Rafn átti frábæran feril sem atvinnumaður og lék lengi vel með landsliðinu þó ýmislegt hafi gengið á.

Grétar hefur starfað hjá Fleetwood og Everton síðustu ár eftir að ferlinum lauk. „Ég er rosalega ánægður með að KSÍ hafi tekið þetta skref, Grétar er sá íslenski aðili sem hefur farið alla leið í þessari vinnu. Hann var í stóru starfi hjá Everton, það er erfitt fyrir okkur að útskýra hversu stórt það er. Öll samtöl við Grétar undanfarnar vikur, þau samtöl hafa verið mörg. Hafa gert mér grein fyrir því hversu mikil þekking hans er á þessum málum.“

„Við höfum tekið mörg góð skref síðustu ár en ekki þarna. Grétar kemur með ótrúlega þekkingu, hann veit nákvæmlega hvað við getum gert. Við erum byrjuð að skríða í þessum málum og ætlum að taka næstu skref og byrja að labba. Ég er mjög stoltur af KSÍ að hafa klárað þessa ráðningu.“

Um málefni Kára:

Kári Árnason sagði frá því á dögunum að hann hefði viljað gerast yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ. Hann segir KSÍ vera að glata þekkingu frá þeim tíma þar sem íslenska liðið náði árangri.

Arnar Þór hefur verið yfirmaður knattspyrnumála ásamt því að vera landsliðsþjálfara í 14 mánuði, eitthvað sem ekki átti að verða.

„Ég átti fund með Kára og svo átti Kári fund með Guðna. Ég get ekki sagt að KSÍ hafi hafnað Kára. Ég átti með góðan fund með honum, ég hef sagt það oft áður að virðing mín til Kára er mjög mikil. Ef leikmenn eru spurðir út í það í þessum hóp, þá er mjög oft minnst á leikmanninn Kára Árnason og hvað hann gerði mikið fyrir Ísland,“ sagði Arnar.

„Ég hef útskýrt það áður að ég er ekki í því að ráða inn starfsfólk hjá KSÍ.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vill að þjálfarinn gefi Mbappe frí fyrir HM

Vill að þjálfarinn gefi Mbappe frí fyrir HM
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deild kvenna: Stjarnan í Evrópusæti

Besta deild kvenna: Stjarnan í Evrópusæti
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Grátbiður PSG um að hvíla Mbappe í aðdraganda HM

Grátbiður PSG um að hvíla Mbappe í aðdraganda HM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Fór afar illa með Liverpool á Anfield

Sjáðu myndbandið – Fór afar illa með Liverpool á Anfield
Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Víkingur vildi ekki endursemja við Guðjón Þórðarson

Víkingur vildi ekki endursemja við Guðjón Þórðarson
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjónvarpsþáttur 433.is byrjar að rúlla – Arnar Gunnlaugs með afar athyglisverð ummæli

Sjónvarpsþáttur 433.is byrjar að rúlla – Arnar Gunnlaugs með afar athyglisverð ummæli
433Sport
Í gær

Chelsea vill eyða hátt í fimm milljörðum í ungling

Chelsea vill eyða hátt í fimm milljörðum í ungling
433Sport
Í gær

Vendingar í málum Kane – Staðan allt önnur en í fyrra

Vendingar í málum Kane – Staðan allt önnur en í fyrra