fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
433Sport

Segir að samherjar hafi viljað sparka samkynhneigðum út – „Ég sagði þeim að halda kjafti“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 10:01

Patrice Evra. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrice Evra fyrrum knattspyrnumaður segir að leikmenn hafi ekki viljað hafa samkynhneigða leikmenn í klefanum, þetta hafi komið fram í máli leikmanna þegar þetta málefni bar á góma.

Evra lék lengi vel með Manchester United en hann var einnig hjá Juventus, Monaco og West Ham.

„Þegar ég var í Englandi var rætt um samkynhneigð í liðinu. Leikmenn töluðu sumir um að þetta væri gegn trú þeirra og ef það væri samkynhneigður maður í klefanum þá ætti að henda honum burt frá félaginu,“ sagði Evra.

„Ég sagði þeim að halda kjafti, ég spilaði með samkynhneigðum leikmönnum. Þeir ræddu málið við mig en óttuðust að opna sig um þetta.“

„Það eru að minnsta kosti tveir samkynhneigðir leikmenn í hverju liði. Í heimi fótboltans er hins vegar bannað að ræða þetta.“

Það er enginn samkynhneigður leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sem hefur reynt að opna ítrekað á umræðu um þetta.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn heldur út til Ítalíu

Enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn heldur út til Ítalíu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Heimatreyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið á netið? – Skírskotun til fortíðar

Sjáðu myndirnar: Heimatreyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið á netið? – Skírskotun til fortíðar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Telur að Rooney geti verið alveg jafn ánægður hjá Everton eins og hjá Derby – ,,Ekki auðveldar kringumstæður“

Telur að Rooney geti verið alveg jafn ánægður hjá Everton eins og hjá Derby – ,,Ekki auðveldar kringumstæður“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Áfrýjun fyrrum leikmanns Manchester City í nauðgunarmáli hafnað – Fékk níu ára dóm

Áfrýjun fyrrum leikmanns Manchester City í nauðgunarmáli hafnað – Fékk níu ára dóm
433Sport
Í gær

Dreymir um að komast til Real Madrid

Dreymir um að komast til Real Madrid
433Sport
Í gær

Bayern gerir undantekningu í samningamálum fyrir Lewandowski

Bayern gerir undantekningu í samningamálum fyrir Lewandowski