fbpx
Laugardagur 29.janúar 2022
433Sport

Real Madrid sló út Barcelona í spænska ofurbikarnum

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 21:35

Karim Benzema skilar alltaf sínu / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórveldin Real Madrid og Barcelona mættust í undanúrslitum spænska ofurbikarsins í kvöld. Leikið var í Riyadh í Sádi-Arabíu.

Ferran Torres var í byrjunarliði Barcelona í fyrsta sinn síðan hann kom til félagsins frá Manchester City í síðasta mánuði.

Vinicus Jr. kom Madridingum í forystu með marki eftir 25. mínútna leik en Luuk de Joong jafnaði metin á 41. mínútu og staðan 1-1 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Karim Benzema kom Madrid aftur í forystu á 71. mínútu þegar hann setti boltann í autt netið eftir sendingu frá Dani Carvajal.

Ansu Fati kom inn á sem varamaður og jafnaði metin þegar að sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, staðan 2-2 og leikurinn í framlengingu.

Federico Valverde kom Real Madrid í 3-2 í fyrri hálfleik framlengingu eftir skyndisókn og reyndist það lokamark leiksins. Real Madrid er því komið áfram í úrslit spænska ofurbikarsins.

Athletico Madrid og Athletico Bilbao mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Tryggja kaupir Consello
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sigurvin sagður efstur á blaði Skagamanna

Sigurvin sagður efstur á blaði Skagamanna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fullyrt að Sævar ætli í slaginn við Vöndu

Fullyrt að Sævar ætli í slaginn við Vöndu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu rosalega afmælisgjöf sem Ronaldo splæsti í fyrir frúnna

Sjáðu rosalega afmælisgjöf sem Ronaldo splæsti í fyrir frúnna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stjarna Chelsea gómuð á stefnumótaforriti í æfingaferð – Kona og barn í London

Stjarna Chelsea gómuð á stefnumótaforriti í æfingaferð – Kona og barn í London
433Sport
Í gær

ÍA ekki haft samband við Vestra varðandi Jón Þór – ,,Höfum engan áhuga á því að missa hann frá okkur“

ÍA ekki haft samband við Vestra varðandi Jón Þór – ,,Höfum engan áhuga á því að missa hann frá okkur“
433Sport
Í gær

KSÍ hafði samband fyrir átta dögum – Klásúla í samningi Jóhannesar sem var virkjuð

KSÍ hafði samband fyrir átta dögum – Klásúla í samningi Jóhannesar sem var virkjuð