fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Hálf döpur íslensk frammistaða gegn slöku Úganda liði – Ari fær útreið

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 15:53

©Torg ehf / Valgardur Gislason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið mætti Úganda í æfingaleik í dag en leikið var í Belek í Tyrklandi þar sem íslenska liðið dvelur þessa dagana.

Um er að ræða hálfgert B-lið´Íslands en bestu leikmenn liðsins fá ekki að taka þátt í verkefninu þar sem ekki er um að ræða alþjóðlega leikdaga hjá FIFA.

Jón Daði Böðvarsson kom íslenska liðinu yfir strax á sjöttu mínútu en þetta var fyrsti fótboltaleikur Jón Daða í fimm mánuði. Staða hans hjá Milwall er erfið og leitar hann að nýju félagi.

Ari Leifsson braut svo klaufalega af sér eftir um hálftíma leik og vítaspyrna var dæmd. Patrick Henry Kaddu fór á punktinn og jafnaði fyrir Úganda. Þar við sat en leikurinn var bragðdaufur.

Einkunnir úr leiknum má sjá hér að neðan.

Spila þarf tuttugu mínútur til að fá einkunn.

Jökull Andrésson (´46) 5
Reyndi ekkert á Jökul fyrir utan vítaspyrnuna.

Valgeir Lunddal Friðriksson 5
Komst ágætlega frá sínu

Ari Leifsson 3
Algjör aulaskapur í varnarleik þegar Ari gaf vítaspyrnuna.

Finnur Tómas Pálmason 5
Íslenska liðið þurfti líti að gera í varnarleik og komst vel frá sínu

Atli Barkarson 6
Gerði hlutina vel, klár í næsta skref í atvinnumennsku.

Viktor Örlygur Andrason 6
Gerði þá hluti sem hann átti að gera mjög vel, framhald frá síðustu leiktíð.

Viktor Karl Einarsson (´74) 6 – Maður leiksins
Sá miðjumaður Íslands sem reyndi að búa til hluti, góður í að fá boltann á milli lína og finna sendingar.

Valdimar Þór Ingimundarson (´60) 5
Komst lítið inn í leikinn.

Arnór Ingvi Traustason (´80) (F) 5
Fyrirliðinn barðist vel en skapaði lítið.

Viðar Ari Jónsson (´60) 6
Frábær fyrirgjöf sem bjó til markið fyrir Jón Daða.

Jón Daði Böðvarsson (´60) 6
Langrþráður fótboltaleikur og frábært mark. Fjórða landsliðsmark Jóns Daða sem vonandi fær nýtt félagslið á næstu dögum.

Varamenn:

Hákon Rafn Valdimarsson (´46) 5
Höskuldur Gunnlaugsson (´60) 5
Gísli Eyjólfsson (´60) 5
Sveinn Aron Guðjohnsen (´60) 5
Kristall Máni Ingason (´74)
Davíð Kristján Ólafsson (´80)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls