fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
433Sport

Jón Daði í fullu fjöri þrátt fyrir mjög erfiða tíma

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. janúar 2022 15:00

Jón Daði Böðvarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Daði Böðvarsson framherji Milwall er í góðu formi og klár í slaginn með íslenska landsliðinu. Framherjinn knái hefur upplifað mjög erfiða tíma.

Jón Daði fær varla að vera í hóp hjá Milwall en hann spilaði örfáar mínútur í ágúst en síðan hefur hann ekkert spilað.

Framherjinn fékk leyfi til að fara í landsliðsverkefni Íslands sem nú er í gangi. Það segir ýmislegt um stöðu hans hjá Milwall þar sem liðið er á fullu að spila.

„Það er það góða við Jón Daða, hann er ótrúlegur atvinnumaður. Við völdum hann ekki bara af því sem hann hefur gert fyrir íslenska landsliðið. Við höfðum samband við hans klúbb og þjálfarateymi,“ sagði Arnar Þór Viðarsson á fundi í dag.

„Hann er mikill atvinnumaður og hefur æft mjög vel alla þessa mánuði úti í kuldanum. Það er gott að fá hann, þjálfarar vita hvað þeir fá frá honum. Hann er ánægður að vera kominn hingað inn, annað andrúmsloft, finna jákvæðan takt og spila fótboltaleik.“

Jón Daði var lykilmaður í gullaldarliði Íslands og myndaði öflugt framherjapar með Kolbeini Sigórssyni.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fjarlægðu dagsetningar í frétt af máli Gylfa Þórs – Stóð aldrei til boða að framlengja farbann um aðeins þrjá daga

Fjarlægðu dagsetningar í frétt af máli Gylfa Þórs – Stóð aldrei til boða að framlengja farbann um aðeins þrjá daga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nýjasta stjarna Manchester United kom frá Svíþjóð og æfði með erkifjendunum – ,,Hann var ótrúlegur“

Nýjasta stjarna Manchester United kom frá Svíþjóð og æfði með erkifjendunum – ,,Hann var ótrúlegur“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þrátt fyrir tap gegn Manchester United í gær segist stjóri Brentford liðið hafa unnið – ,,Við gengum frá þeim“

Þrátt fyrir tap gegn Manchester United í gær segist stjóri Brentford liðið hafa unnið – ,,Við gengum frá þeim“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Ósáttum Ronaldo var skipt af velli á 71. mínútu við litla hrifningu hans

Sjáðu myndbandið: Ósáttum Ronaldo var skipt af velli á 71. mínútu við litla hrifningu hans